Fara í innihald

M/S Suðurland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

M/S Suðurland var íslenskt flutningaskip í eigu Nesskipa. Það sökk á miðnætti á aðfangadag 1986, um 290 sjómílur austur af Langanesi, er það var á leið til Murmansk með saltsíld í tunnum. Klukkan 23:17 sendi skipið frá sér neyðarkall um að það hefði fengið á sig alvarlega slagsíðu. Hálftíma síðar barst svo tilkynning frá skipstjóranum um að skipið væri að sökkva og að skipverjar væru að fara í björgunarbátana. Af ellefu manna áhöfn komust átta manns í björgunarbát. Höfðust skipsbrotsmenn við í lekum og rifnum björgunarbátnum í ellefu klukkustundir og létust þrír þeirra áður en bresk Nimrod þota gat kastað til þeirra nýjum björgunarbát. Þeim fimm sem eftir lifðu var bjargað af björgunarþyrlu Vædderen um klukkan eitt á jóladag.[1][2][3]

Árið 1999 kom út bókin Útkall í Atlantshafi á jólanótt eftir Óttar Sveinsson, sem fjallaði um skipsskaðann.[4]

Heimildarmyndin Höggið, sem fjallar um slysið, fékk Edduverðlaunin sem besta heimildarmyndin 2015.[5]

  1. „Vædderen kom á elleftu stundu“. Tíminn. 30. desember 1986. bls. 1. Sótt 20 júní 2018 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. „Björgunarvestislaus í jökulköldum sjónum“. Tíminn. 30. desember 1986. bls. 2. Sótt 20 júní 2018 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. „Orsakir ókunnar“. Þjóðviljinn. 30. desember 1986. bls. 1. Sótt 20 júní 2018 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  4. Linda Blöndal (20 febrúar 2015). „Hyggst gera stórmynd um skipskaða Suðurlandsins“. Vísir.is. Sótt 20 júní 2018.
  5. „Edduverðlaunin 2015“. eddan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 júlí 2018. Sótt 20 júní 2018.